Styrktaraðilar

2012

Það eru svo margir sem hafa komið að þessu verkefni með Brospinnunum og gert það að jafnmiklu kraftaverki og raun ber vitni. Við hófum, sex manneskjur, að skipuleggja landsöfnuna í byrjun maí en margt gott fólk hefur lagt málefninu lið í sjálfboðavinnu.

Það var Guðrún Valdimarsdóttir sem hannaði Brospinnann og gaf vinnu sína, sem og Ernir Eyjólfsson sem tók allar myndir í auglýsingaherferðina sem fylgir Brospinnunum. Loftur Ólafur Leifsson, auglýsingateiknari á Skaparanum auglýsingastofa, hannaði bæði dagblaðsauglýsingar, vefborða og plaggat – allt fyrir ekki neitt. Netvistun gerði bæði lendingarsíðu vegna kaupkörfunnar á vefmiðlunum og hýsir auk þess heimasíðuna okkar brospinnar.is. án þess að þiggja krónu fyrir. Boðskipti sá um skipulagsvinnu, textagerð og fjölmiðlatengsl í sjálfboðavinnu og þá veittu Leturprent og Umslag okkur verulegan afslátt. Fyrirtækið Lundbeck veitti okkur mikilvægan fjárstyrk. Við eigum vart orð til þess að þakka þennan mikla stuðning en án hans hefði landssöfnunin vart orðið að veruleika.

Og enn eru sex einstaklingar sem eiga stórt bros skilið en það eru Brospinnarnir okkar sem sátu fyrir í auglýsingaherferðinni en þau tóku svo vel í erindið og gáfu vinnu sína með bros á vör. Þetta eru þau Aníta Rós, Einar Bárðarson, Ellý Ármanns, Greta Salóme, Jón Gnarr og Torfi. Þakka ykkur einnig kærlega fyrir!